0 hlutir krfu
skoa krfu

Innkaupakarfan n er tm.


Velkomin heimasu Heilsumatur.allthitt.is. Vi erum fyrirtki sem ltur sig heilsuna vara. Vi bjum hér drari lfrnt rktaa vru í stærri einingum. Stefnumi okkar er a lkka ver lfrnum vrum almennt og stula annig a bttri heilsu.
Matvruflokkarnir sem vi bjóðum upp til að byrja með eru: hnetur, fr og ukkrair vextir. Láttu okkur vita þínar óskir um aðrar vörur og vöruflokka og við gerum okkar ýtrasta til að uppfylla þær.
Sendu okkur línu á: heilsumatur[hjá]allthitt.is

Allt Hitt fyrir Heilsuna er fjögurra ára gamalt fjölskyldufyrirtæki. Við hjónin, Björg Marteinsdóttir og Ólafur Einarsson og sonur okkar Matthias Orri Ólafsson leggjum allt okkar í að gera gott fyrirtæki ennþá betra í daglegu starfi okkar. Heilsan er okkar hjartans mál, enda höfum við persónulega reynslu af því að ná bata og betri heilsu með breyttu mataræði og breyttum lífstíl. Einnig má lesa um óhefðbundnar leiðir á www.o3.is og www.rife.is sem við höfum farið til að ná heilsunni aftur.
Hugmyndin með því að opna heilsuverslun kom einmitt út frá því að erfitt var að breyta hinu og þessu í miðjum veikindum. Við gerðum okkur grein fyrir því að þetta var full vinna fyrir fullfrískt fólk, að finna tæki og tól, rétta matinn og áreiðanlega upplýsingar um heilsu og heilsufæði. Tilgangurinn með stofnun Allt Hitt ehf. er því að styðja við fólk sem er einmitt í þessum sporum og einnig alla þá sem hafa áhuga á bættri heilsu. Við viljum miðla upplýsingum, veita faglega ráðgjöf og útvega það sem þarf í heilsugöngunni, til að gera hana auðveldari. Okkur blöskrar líka hversu dýr matvara er, og er eitt af aðal stefnumiðum okkar að lækka verðið á lífrænni matvöru, en lífræn matvara þorum við að fullyrða, er betri en matvara ræktuð með skordýraeitri og öðrum slíkum efnum.
Pöntunarfélagið Heilsumatur þjónar nú þessum tilgangi.

Ólafur er rafeindaiðnfræðingur og nemandi í Heilsumeistaraskólanum. Hann er mikill grúskari og hefur tekið sér ýmislegt fyrir hendur. Fullyrðingin: "ekki hægt" er ekki ofarlega í orðaforða Ólafs, sjá Títan suðuvél Sjónarhóls. Björg er sjálfsvarnarkennari, ein af stofnendum Stígamóta, og er einnig nemandi í Heilsumeistaraskólanum. Árið 1996 stofnuðum við hjónin Gleraugnaverslunina Sjónarhól, Reykjavíkurvegi 22 í Hafnarfirði, með það að stefnumiði að lækka gleraugnaverð á Íslandi. Í dag, 3 árum eftir hrun, getur þessi verslun, stollt, enn boðið góð gleraugu á góðu verði. Matthías er stúdent frá FG. Hann stefnir á háskólanám í haust 2011. Hann er sjálfmenntaður forritari og vefhönnuður og sér alfarið um tæknimál þessarar síðu ásamt þróun hennar.

Starfsfólk
Framkvæmdarstjóri: Ólafur Einarsson
Verslunarstjóri og upplýsinga-sérfræðingur: Björg Marteinsdóttir
Vefstjóri: Matthías Orri Ólafsson


Hafa Samband:
Allt Hitt fyrir Heilsuna © 2012 | Kt. 700407-0550, Vsk. 94184 | Reykjavkurvegi 22 | 220 Hafnarfiri | S. 565-9977 | allthitt[hj]allthitt.is
Heilsumatur  facebook